Connect with us

Hi, what are you looking for?

NBA

Kobe las bloggið mitt og er pissed*

Nokkur orð um NBA nú þegar Lakers hafa lagt Suns að velli og úrslitasería Boston – Lakers er framundan.

Nokkur orð um NBA nú þegar Lakers hafa lagt Suns að velli og úrslitasería Boston – Lakers er framundan.

I. Kobe Bryant: Unnþór ég hata þig líka.

Ég er búinn að vera obsessively annoying á facbook undanfarna daga með hatur mitt á Lakers. Ég biðst afsökunar, ég bara þoli ekki Lakers. Eftir síðustu bloggfærslu þar sem ég spáði Suns sigri í 6 leikjum og drullaði svona temmilega yfir Kobe Bryant þá er Kobe búinn að gera lítið úr mér og minni spádómsgáfu. Satt að segja líta spár greiningardeildar bankanna pre-hrun bara þokkalega vel út miðað við mínar spár. Frammistaða hans í Lakers-Suns seríunni var ómannleg, ólögleg og ótrúleg. Tölfræðin ein og sér er hugsprengjandi. Skotin sem hann setti með mann í andlitinu, í litlu jafnvægi og fallandi aftur voru jordanísk.

Lyktin sem þú finnur er netið að brenna. Svo var ég líka að setja hann.

Það er réttast að ég snúi aftur að orðum mínum um Kobe vs. LeBron.

Okei. Ég sagði aldrei að Kobe væri lélegur eða eitthvað þannig. Ég átta mig fullvel á því hversu magnaður hann er. Eina sem ég sagði var að LeBron væri betri. Og þó ég sé mjög mikið á móti því að draga ályktanir í momentinu þá skal ég draga þetta til baka. Playoffs vonbrigði LeBron skaða hann einum of mikið á meðan playoffs árangur Kobe eyða öllum tölfræðilegum mun.

Ég stend þó við þetta: gefið LeBron séns. Hann er bara 25 ára – rétt svo hættur á brjósti og nýbyrjaður að hjóla án hjálpardekkja.

II. Steve Nash á skilið betra

Ég veit. Að hlusta á mig tala um Steve Nash er eins og hlusta á Hannes Hólmstein tala um Davíð Oddsson. Ef eitthver spyr mig um varnarleik Steve Nash þá fer ég að tala um veðrið. Að því sögðu þá segi ég þetta í fullri einlægni:

Enginn leikmaður, bæði fyrr og síðar og sem ekki hefur unnið titil, á skilið að vinna titil meira en Steve Nash

Steve Nash er sá leikmaður sem hefur spilað flesta playoffs leiki án þess að komast í úrslit NBA, alls 118 leiki. Hversu sárt er það? Álíka sárt og að klúðra því að fella sitjandi meirihluta í sveitarstjórnarkosningum þriðja kjörtímabilið í röð þrátt fyrir að vera með hreinan meirihluta í skoðanakönnunum rétt fyrir kosningar. But I digress. Steve Nash á betra skilið.

Steve Nash

Enginn titill en hann á þó tvær MVP styttur.

Hann á betra skilið af því hann er sigurvegari. Ef þú segir að hann sé ekki sigurvegari af því hann hafi aldrei unnið NBA titil þá mun ég koma heim til þín og kyrkja þig í svefni. Ég geri það allavega í huganum mínum. Steve Nash er clutch. Þegar leikurinn er í járnum þá er Steve Nash vanalega með boltann. Annaðhvort er hann að hitta stóru skotunum eða þá finna réttu mennina með sinni vangefnu góðu sendingarhæfileikum. Ef þú gúgglar “Steve Nash” og “clutch” saman þá færðu 95,500 leitarniðurstöður. Til samanburðar færðu aðeins 128 leitarniðurstöðu ef þú gúgglar “Hera Björk” og “kjörþyngd”.

Hann á betra skilið af því hjartað hans er í leiknum. Steve Nash gefur alltaf allt í leikinn og hættir aldrei. Er alltaf i toppformi og reynir alltaf að verða betri á hverju off-season. Enginn 36 ára leikstjórnandi hefur spilað jafn vel og Steve Nash gerði í ár. Eftir leik 6 þá felldi Steve Nash nokkur tár þegar hann faðmaði Alvin Gentry þjálfara sinn. Það er í fínu lagi. Alvöru karlmenn gráta. Jack Bauer hefur grátið nokkrum sinnum – case fucking closed.

Hann á betra skilið af því hann hefur verið að afsanna efasemdamenn allan sinn feril, hvort sem það voru allir 30 háskólarnir sem höfðu ekki áhuga að fá hann til að spila fyrir þá, Mark Cuban sem vildi ekki gera langtímasamning af því hann var víst „of gamall“ eða NBA spámennirnir sem margir hverjir spáðu því að í ár kæmist Phoenix Suns ekki einu sinni í úrslitakeppnina.

Hann á betra skilið af því pound for pound er hann harðasti gaurinn í deildinni. Ekki svona þykjustunni-harður gaur eins og Vince Carter sem er viðkvæmari en vatnsdeigsbolla.

Hann á betra skilið af því hann er ekki hræddur við að segja skoðanir sínar, hann er mjög fyndinn (#1#2#3) og kann klárlega að djamma.

Steve Nash

Sótölvaður að titty flasha kafloðinni bringu á skemmtistað. Hversu mikinn klassa getur einn maður haft!?

III. Grænir gegn gulum enn og aftur

Hvað getur maður sagt um þetta Boston lið? Talandi um að afsanna efasemdamenn (ég var einn af þeim). Í raun er þetta bara lógískt. Liðið vann NBA titil 2008 með nánast sama mannskap. Afhverju ættu þeir ekki að geta spilað eins og meistarar? Flest allir lykilleikmennirnir eru enn að spila. Jú, KG, Ray-Ray og Pepper Potts Paul Pierce eru hugsanlega hægari á sér sökum aldurs en aðrir leikmenn hafa stigið upp og þroskast. Fyrst og fremst Rajon Rondo (sem viðurkenndi þann glæp um daginn að hafa aldrei séð leik með Jordan!). Boston virkuðu virkilega ósannfærandi á venjulega leiktímabilinu en þeir sanna það að sum meistaralið geta bara kveikt á því þegar kemur að úrslitakeppninni.

 

boston-celtics-2008-nba-champions_ncVerður þetta niðurstaðan eftir tvær til þrjár vikur?

Það eru nokkur áhugaverð matchup í seríunni:

Rondo er búinn að eiga hvern stórleikinn á fætur öðrum í úrslitakeppninni. Einn stærsti veikleiki Lakers liðsins er varnarvinna leikstjórnandanna þeirra – Derek Fisher og Jordan Farmar. Ég reikna með að það verði áfram vandamál á móti Rondo.

Pau Gasol og Lamar Odom fóru illa með stóru menn Suns. Það verður annað upp á teningnum á móti Boston. Garnett og Perkins eru mun betra varnarteymi en Lopez og Stoudemire.

Kobe var óstöðvandi á móti Phoenix. Þó Boston sé mun betra varnarlið en Phoenix þá var það ekki léleg vörn sem var ástæðan að Kobe skoraði svona mikið. Sjáið bara youtube vídjóið fyrir ofan. Boston ætti að geta hægt á Kobe en það stöðvar enginn Kobe.

Paul Pierce átti lélega seríu gegn Cleveland þegar hann þurfti að gæta LeBron James. Sama gæti skeð ef hann þarf að kljást mikið við Kobe. Á samt ekki von á því. Það er ekki alveg jafn þreytandi að dekka Kobe og að dekka LeBron – þó bæði verkefni séu svo gott sem ómöguleg.

Án þess að hætta mér eitthvað dýpra í þessa seríu þá ætla ég að halda uppteknum hætti og spá fyrir um seríuna. Ég held að Boston vinni. Hljómar eins og enn eitt Lakers dissið hjá mér en árangur Boston í úrslitakeppninni er ekki eitthvað lélegt grín sem er búið að ganga of langt. Ekki bara að þeir hafi sigrað Cleveland og Orlando – þeir gerðu það sannfærandi! Við erum að tala um að þetta voru liðin með tvö bestu recordin í deildinni. Þrátt fyrir að Lakers séu að rúlla þokkalega þá segi ég Boston í 6 leikjum.

* Titill bloggsins er úr sms-i sem Hákon sendi mér eftir leik 1 í Suns – Lakers seríunni. Smellhitti.

Og yfir í allt annað

NBA

Goðsögnin Michael Jordan hélt hjartnæma ræðu á minningarathöfn um Kobe og Gianna Bryant.

NBA

Kannski, kannski ekki, kannski máttu troða því.

NBA

Los Angeles Lakers slapp með sigurinn frá New Orleans í nótt en ekki áður en Ryan Anderson skellti Kobe á þetta afar myndarlega plakat.

NBA

Í dag eru 10 ár síðan Kobe Bryant setti 81 stig í grillið á Jalen Rose og félögum í Toronto Raptors og því ekki...