Connect with us

Hi, what are you looking for?

Orð dagsins

Orð dagsins: Svarthol (Black hole)

Kobe Bryant shrug

Svarthol – Enska: Black Hole (blak hol) nafnorð. Leikmaður sem, eftir að hafa fengið boltann í hendurnar, sendir hann sjaldan — eða aldrei — aftur á samherja.

Orðnotkun: Pétur er Svarthol; samherjar hans vita að um leið og þeir senda boltann á hann þá sjá þeir hann aldrei aftur.

Uppruni orðsins: Kevin McHale var einn besti low post leikmaður sögunnar, og einnig með eina bestu skotnýtingu í sögu NBA. Hann var með 55,4% nýtingu yfir ferilinn, sem er níunda besta nýtingin frá upphafi í NBA, og á 1986-87 tímabilinuvarð hann eini leikmaðurinn í sögu NBA til að hitta 60% af skotum sínum og 80% af vítum sínum (60,4% og 83,6%). Það sem gerir þessi afrek enn glæsilegri er að McHale lenti yfirleitt á móti aggressívri vörn andstæðinganna sem var sérstaklega sniðin til þess að takmarka hversu oft hann fengi boltann. Hins vegar var McHale einungis með 1,7 stoðsendingar per leik yfir 13 ára feril sinn, og samherjar hans hjá Celtics veltu því stundum fyrir sér hvers vegna hann sendi boltann aldrei þegar hann var tví- og þrídekkaður. Danny Ainge fór loksins að kalla hann „Svartholið„, sem er lítið svæði í geimnum sem ekkert, ekki einu sinni ljósið, sleppur frá. Eins og Ainge orðaði það sjálfur „Þegar boltinn fer niður til McHale, þá kemur hann aldrei aftur.“

Ref: Basketbawful

Og yfir í allt annað

Orð dagsins

smother chicken (smuh’-thur chi’-kuhn) noun, fl. smother chickens. Karlmannlega varið skot þar sem öll hendi varnarmannsins er notuð til að stöðva framskrið boltans. Endar oft með ego-ectomy. Orðnotkun: Did...

Orð dagsins

Ruslmínútur – Enska: Garbage time (gahr-bij tahym) nafnorð. Síðustu mínútur leiks sem er búinn að leysast upp í burst og einu leikmennirnir sem eru inná eru þeir sem...