Connect with us

Hi, what are you looking for?

NBA

Hvað sagði ég? HVAÐ SAGÐI ÉG!

Fyrr í vetur send ég á póst á NBA Podcast þátt með Ryan Russillo og spurði hann hvað honum finndist um álit mitt að Steve Nash væri ekki einungis góð skytta heldur ein besta skytta allra tíma.

Steve NashFyrr í vetur send ég á póst á NBA Podcast þátt með Ryan Russillo og spurði hann hvað honum finndist um álit mitt að Steve Nash væri ekki einungis góð skytta heldur ein besta skytta allra tíma. Ég hafði oft pælt í þessu þar sem hann er oftast metinn sem frábær leikstjórnandi og oft litið framhjá hversu góð skytta hann er. Að mínu mati er nær ómögulegt að segja til um hver er besta skytta allra tíma af því það er engin ein tölfræði um það og það spilar svo margt inn í. En það er maður á ESPN.com sem heitir John Hollinger og leikur sér með allskonar tölfræðiútúrsnúninga eins og PER (Player Effiency Rating), Power Rankings og Playoffs Odds. Nýlega bjó hann til eitthvað sem heitir Combined Shooting Rating sem á að mæla hversu góð skytta er og styðst hann við eitthverja formúlu sem ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja eða útskýra. Ég hef ekki aðgang að þessari útreikning þar sem maður þarf að vera með ESPN Insider til að sjá hana. En hann bjó hana til. Og hver var svo besti skytta allra tíma?

Steve Nash.

He calls this “Combined Shooting Rating.” By this measure Nash is the greatest shooter of all-time, and it’s not even close. Nash grades out with a 1.849 CSR by shooting 51.5 percent on twos, 43.1 percent on threes and 90.3 percent from the line for his career.

Nash’s 1.849 is so impressive that it beats out the No. 2 guy on this list (ironically Suns GM Steve Kerr, who wasn’t a bad shooter in his day either) by 0.37. Five more players are bunched up behind Kerr in another 0.37 deviation.

Takið eftir „it’s not even that close“ sem þýðir einfaldlega að það skv. þessari útreiknun þá er langt í næsta mann á eftir honum (sem er Steve Kerr sem er einmitt General Manager í Phoenix).

Nú ætla ég ekki að segja að þetta sanni það að Steve Nash sé besta skytta allra tíma en fjandinn hafi það það er erfitt að mótmæla því.

Og yfir í allt annað

NBA

Það eru kynslóðarskipti að eiga sér stað í NBA og því um að gera að njóta þess að horfa á þessar stjörnur spila sína...

NBA

Fyrsti hlutinn í frábærri örþáttaseríu um Steve Nash og baráttu hans um að klára ferilinn á eigin forsendum.

NBA

Kostulegt myndband af meintri endurkomutilraun Baron Davis og æfingum hans með Steve Nash.

NBA

Steve Nash varð fertugur í gær og hélt upp á það með 19 stigum og 5 stoðsendingum í öruggum 112-98 sigri Lakers á 76ers.