Connect with us

Hi, what are you looking for?

Orð dagsins

Orð dagsins: Ruslmínútur (Garbage time)

Ruslmínútur – Enska: Garbage time (gahr-bij tahym) nafnorð. Síðustu mínútur leiks sem er búinn að leysast upp í burst og einu leikmennirnir sem eru inná eru þeir sem voru búnir að vera að rotna á bekknum fyrstu 35+ mínúturnar. Og allir af þeim vilja skjóta eins og engin væri morgundagurinn í þeirru veiku von að hækka meðalstigaskorið sitt upp fyrir 2 stigin, enda virðist stundum enginn af þessum tíu sem eru inná átta sig á því að þeir eiga samherja. Gullna reglan er að á ruslmínútunum eru einu slæmu skotin þau sem þú tókst ekki.

Margir bekkjarvermar fatta þetta, þar á meðal Calvin Murphy, fyrrum leikmaður Houston Rockets, sem var eitt sinn sendur inná í ruslmínútur þegar hann var nýliði tímabilið 1970-71. Það voru 1:51 eftir og Elvin Hayes, aðalstjarnan hjá Rockets, var kominn með 48 stig.

„Hayes came up to me and said, ‘Hey, rook, I just need one more basket, so get me the ball.’ “

„I told him, ‘Well, I hope you remember how to rebound, because I’m getting off at least 10 shots in this 1:51, and the only way you’re going to get 50 is to get the ball off the boards.’ He wasn’t happy about that, but you know what? I got off nine shots.“

Og Hayes náði ekki sínum 50.

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Og yfir í allt annað

NBA

Eina sem er á milli þín og körfunnar er LeBron James. Hvað gerir þú?

NBA

Lakers notuð sér óspart Hack-a-Howard í sigurleiknum á móti Rockets í nótt en D12 setti einungis niður 1 af 6 vítum á síðustu 2...

NBA

Dennis Schröder, þýski bakvörðurinn hjá Atlanta Hawks, virðist vera tilbúinn í að gera allt til þess að sigra leiki. Og þá meinum við allt....

NBA

Russell Westbrook virðist vera orðinn 100% heill eftir meiðslin.