Connect with us

Hi, what are you looking for?

NBA

Unnthor is my hero!

Ég sendi inn spurninga á ESPN NBA Today Podcast þáttinn sem Ryen Russillo stýrir og er sendur út þrisvar sinnum í viku.

Ég sendi inn spurninga á ESPN NBA Today Podcast þáttinn sem Ryen Russillo stýrir og er sendur út þrisvar sinnum í viku. Ég spurði hver væri besti skotmaðurinn í NBA og færði síðan rök fyrir því að ég teldi að ekki væri Steve Nash einungis stórlega vanmetinn skotmaður heldur væri hann einfaldlega besti skotmaðurinn í deildinni og einn sá besti allra tíma.

Hérna er þátturinn og svarið hans byrjar 07:20. Nokkur brot úr svarinu hans:

„It’s from Unnthor in iceland“ og í framhaldi af því talar hann um úlfaveiðimann í Finnlandi sem ég veit ekki hvernig í andskotanum það tengist mér eða spurningunni.

„Because Unnthor wants to know who the top shooters are, I hope I am saying that right“ uhhh reyndar ekki en skiptir ekki máli.

„who the top shooters are, everybody says Ray Allen, Dirk, Peja etc… Peja doesn’t even count anymore“ já afsaka það að hafa dregið Peja inn í þetta, hann er ekki skugginn af sjálfum sér lengur.

„but few of them get to the player who in my opinion is without of doubt the best shooter in the league today and that is Steve nash“ mín orð og svo segir Ryan:

„Unnthor is my hero because he is 100% correct“ JÁÁÁÁÁ! Einu sinni enn..

„Unnthor is my hero because he is 100% correct“ sem útfærist á íslensku:

„Unnþór er hetjan mín því hann hefur 100% rétt fyrir sér“ Ryan hélt svo áfram og rökstuddi afhverju hann væri svona frábær skotmaður. Minntist einnig á það að Nash gæti auðveldlega skorað 30 stig reglulega í leikjum ef hann vildi en þegar hann spilar meira upp á aðra þá gengur liðinu betur.

Ef eitthver efast um mig eða Ryan þá bendi ég á þessar staðreyndir og tölfræði:

– Steve Nash er eini leikmaðurinn í sögu NBA til að skjóta 50% úr tveggja stiga skotum, 40% úr þriggja stiga skotum og 90% úr vítaskotum yfir þrjú tímabil (Larry Bird gerði það í tvö tímabil) og stefnir á sitt fjórða tímabil.

– Fimm tímabil í röð með yfir 50% nýtingu úr tveggja stiga skotum.

– Hefur skotið yfir 40% úr þriggja stiga skotum í 12 af 13 tímabilum.

– 90% vítanýting yfir ferilinn.

Hér eru svo tvö vídjó af hinu nær-fullkomna skotformi Steve Nash!

Steve Nash 21 vítaskot á einni mínútu

Steve Nash 16 þriggja stiga skot á einni mínútu

Svo loks vídjó af 20 mínútna skotæfingu hjá Steve Nash.

http://www.youtube.com/watch?v=4n7RtYIsZ5I

Og yfir í allt annað

NBA

Það eru kynslóðarskipti að eiga sér stað í NBA og því um að gera að njóta þess að horfa á þessar stjörnur spila sína...

NBA

Fyrsti hlutinn í frábærri örþáttaseríu um Steve Nash og baráttu hans um að klára ferilinn á eigin forsendum.

NBA

Kostulegt myndband af meintri endurkomutilraun Baron Davis og æfingum hans með Steve Nash.

NBA

Steve Nash varð fertugur í gær og hélt upp á það með 19 stigum og 5 stoðsendingum í öruggum 112-98 sigri Lakers á 76ers.