Connect with us

Hi, what are you looking for?

NBA

Knicks-Heat rivalry

Þegar ég fylgdist hvað mest með NBA og Knicks (lesist: nennti að vaka eftir leikjunum) þá var „rivalry-ið“ á milli Knicks og Heat upp á sitt besta.

knicks-heat-rivalryÞegar ég fylgdist hvað mest með NBA og Knicks (lesist: nennti að vaka eftir leikjunum) þá var „rivalry-ið“ á milli Knicks og Heat upp á sitt besta. Þarna voru tvö lið sem mættust fjögur ár í röð (1997-2000) í úrslitakeppninni og fóru allar seríurnar í hreinan úrslitaleik. Aðdragandinn á bakvið hatrið á milli þessara liða má rekja til þegar Pat Riley hætti að þjálfa Knicks liðið eftir 1994-95 tímabilið og stakk af til Heat, þrátt fyrir að vera enn undir samningi við NY. Það mál leystist þó þegar Heat samþykkti að láta Knicks fá valrétt og pening í skiptum fyrir þjálfarann (ekki oft sem þeim er treidað).

Liðin mættust svo fyrst í úrslitakeppninni árið 1997. Miami hafði endað ofar í deildinni en Knicks liðið, sem innihélt Patrick Ewing, Allan Houston, Larry Johnson, John Starks og Charles Oakley, rúllaði hins vegar yfir Heat í byrjun seríunnar og komst í 3-1. Liðið var talið fyrnarsterkt og það eina sem ætti séns í Bulls í austrinu. En í leik 5 lenti skíturinn á viftunni. P.J. Brown ákvað að honum líkaði ekki við Charlie Ward, leikstjórnanda Knicks, og body-slammaði honum í gólfið. Allt varð vitlaust í kjölfarið og endaði með því að deildinn dæmdi Ewing, Houston, Starks, Ward og Johnson í 1 leikja bann hvern, þrátt fyrir að einungis Ward hafi átt þátt í slagsmálunum (hann var laminn, og þar með þáttakandi). Ég segji það og skrifa, að skandallinn í kringum það þegar Amare Stoudamire og franska brauðhleifinum var sparkað útaf eftir að Robert Horry skriðtæklaði Steve Nash var prump í samanburði við þetta. Til að bæta gráu ofan á svart þá lét NBA þá félaga ekki taka út bannið í sama leiknum heldur deildi því á síðustu tvo leikina. Knicks tapaði 3-4. Go figure.

Það voru svo engir kærleikar á milli liðanna þegar þú mættust í úrslitakeppninni 1998. Miami hafði unnið Atlantshafsriðilinn á meðan Knicks hafði komist inn í úrslitin sem sjöundaliðið (af átta). Hápunkturinn á seríunni var þegar Larry Johnson og Alonzo Mourning, fyrrum samherjar hjá Charlotte Hornets, slógust í leik 4. Hvorugur náði að landa höggi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en myndin af Jeff Van Gundy, þjálfara Knicks, haldandi dauðataki í fótlegg Mourning og dragast á eftir honum, er löngu orðin goðsagnakennd. Mourning og Johnson voru báðir dæmdir í bann og Knicks flengdi Heat í leik 5 og vann seríuna 3-2.

1999 mættust liðin aftur í fyrstu umferðinni. Í þetta sinn var Miami toppliðið í austrinu á meðan Knicks skreið inn sem liðið í áttunda sæti. En Knicks „ownuðu“ Heat núorðið og tóku tvo af fyrstu þremur leikjunum, þar af þann fyrsta leikinn með 20 stiga mun. Heat jafnaði 2-2, en í leik 5 var það Allan Houston sem var hetjan þegar hann setti niður sigurkörfuna þegar 0,8 sek voru eftir af leiknum. Knicks vann 3-2 og komust alla leið í Finals þar sem þeir töpuðu 1-4 fyrir Spurs.

Árið 2000 mættust liðin svo í síðasta sinn. Heat hafði unnið Atlantshafsriðilinn fjórða árið í röð en Knicks endaði tveimur leikjum á eftir þeim. Enn og aftur fór serían í hreinan úrslitaleik og enn og aftur komu Knicks menn út á toppnum, eftir að hafa unnið leik 7 þar sem Ewing skoraði sigurkörfuna með því að troða yfir Mourning.

Og yfir í allt annað

NBA

Miami Heat hélt sér inn í úrslitum NBA deildarinnar með 111-108 sigri á Los Angeles Lakers í fimmta leik liðanna í nótt. Menn leiksins...

NBA

Rúmar 30 mínútur af Nowitzki að grilla Miami í úrslitunum 2011

NBA

Klassísk viðureign frá því þegar Knicks og Magic  mættust í febrúar 1994. Shaq hlóð í 22 stig, 13 fráköst og 5 varin skot á...